inngangur.svg

Formáli forstjóra

Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að ÁTVR skilar eigendum sínum methagnaði nú þegar fyrirtækið er 95 ára og hefur það aldrei gengið eins vel. Hagnaður ársins var rúmlega 1,6 milljarðar króna. Alls voru seldir tæplega 21 milljón lítra af áfengi sem er um 6,5% aukning frá árinu áður. Sala á sígarettum heldur áfram að dragast saman en sala á neftóbaki eykst. Nú er svo komið að salan er komin í um 40 tonn á ári og hefur hún fjórfaldast frá árinu 2000. 

Nokkrar ástæður má nefna sem hugsanlegar skýringar á aukinni áfengissölu. Aukningin er mest í bjór og ekki er ólíklegt að veðurfar og fótboltasumarið mikla eigi sinn þátt í henni. Ferðamenn versla líka í auknum mæli í Vínbúðunum. Kaupmáttur almennings fór vaxandi á árinu en sterk fylgni er á milli kaupmáttar og áfengissölu. Hér að neðan er línurit sem sýnir þróun áfengissölu og þróun kaupmáttar og áfengissölu. Einnig má sjá þróun meðalverðs á áfengi á sama tíma. Ljóst er af grafinu að verð á áfengi hækkaði ekki í samræmi við aukinn kaupmátt

Áfengissala og kaupmáttur ráðstöfunartekna

Á árunum fyrir hrun var áfengisgjald ekki látið fylgja verðlagsþróun. Verð á áfengi fór því lækkandi miðað við verðlag. Afleiðingin var að salan á áfengi jókst verulega. Sú þróun er í samræmi við það sem rannsóknir sýna um tengsl áfengisverðs og neyslu. Rannsóknir sýna einnig að skaðsemin sem neyslan veldur í samfélaginu er í beinu hlutfalli við aukningu í neyslu áfengis. Meiri neysla þýðir meiri skaðsemi. Skattgreiðendur og samfélagið allt bera kostnaðinn. Á Íslandi er áfengisneysla lítil miðað við mörg helstu samanburðarlönd og þykir staða Íslands öfundsverð. Áfengisneyslan er lítil vegna aðhaldssamrar stefnu í áfengismálum sem fylgt hefur verið á Íslandi á undanförnum áratugum. Stefnan felst meðal annars í ríkisrekinni áfengiseinkasölu, háum áfengissköttum, auglýsingabanni, góðum meðferðarúrræðum og öflugu forvarnarstarfi. Rannsóknir sýna einmitt að ríkisrekin áfengiseinkasala selur minna áfengi en ef salan væri á frjálsum markaði. 

Súluritið hér að neðan sýnir söluþróunina frá árinu 2000 í lítrum. Athyglisvert er að sjá að salan á síðasta ári er meiri en salan var á árinu 2008 þegar hún náði hámarki. Segja má að ef þessi þróun heldur áfram á næstu árum þá sé samdrættinum sem varð í kjölfar hrunsins lokið og salan komin í þann farveg sem hún var fyrir hrun. 


Áfengissala

Áfengisgjaldið var hækkað á árinu. Gjaldið var fyrst lagt á áfengi árið 1995. Á línuritinu hér að neðan má sjá hlutfall áfengisgjalds í krónum framreiknað eftir neysluverðsvísitölu af andvirði algengra tegunda af bjór, víni og sterku áfengi. Sjá má að þrátt fyrir hækkun gjaldsins er hlutfall þess af andvirði vörunnar ekki komið upp í það sem lagt var upp með þegar áfengisgjaldið var fyrst lagt á árið 1995. Mestu munar í bjór og víni. Árið 2016 er ekki samanburðarhæft varðandi áfengisgjald því í upphafi ársins var virðisaukaskattur lækkaður á móti hækkun áfengisgjalds.

Þróun áfengisgjalds á verðlagi 2016

Tóbaksgjald var hækkað á árinu. Sala á sígarettum heldur áfram að dragast saman en sala á neftóbaki hefur stóraukist á síðustu árum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hér að neðan. Kannanir sýna að tóbakið sem ÁTVR framleiðir og selur sem neftóbak er í yfirgnæfandi tilvika tekið í munn og notendur þess eru að stórum hluta ungt fólk. Rétt er að benda á að ÁTVR treystir sér ekki lengur til þess að greina á milli munntóbaks og neftóbaks og hefur leitað leiðbeininga hjá heilbrigðisráðuneytinu um hvernig skuli greina á milli. Önnur varan er lögleg á Íslandi, hin ólögleg. 


Sala neftóbaks

Tonn

Fá fyrirtæki skila eigendum sínum eins miklum arði og ÁTVR. Á síðustu átta árum hefur arðsemi eigin fjár ÁTVR verið að meðaltali um 33%. Samanlagður hagnaður þessara átta ára var 10,7 milljarðar og af þeirri upphæð fékk ríkissjóður í arð rúma 9 milljarða. Áætluð arðgreiðsla fyrir árið 2017 er 1.750 milljónir. Í töflunni hér að neðan má sjá yfirlit yfir arðsemi eigin fjár, hagnað og arðgreiðslur í ríkissjóð frá árinu 2009. Tölurnar eru í milljónum króna.

ARÐGREIÐSLUR TIL RÍKISINS OG ARÐSEMI

Í tengslum við frumvarp um afnám einkaleyfis ÁTVR á áfengissölu er mikilvægt að farið sé rétt með staðreyndir. Fullyrt hefur verið að starfsemi ÁTVR sé óhagkvæm fyrir ríkissjóð. Hið rétta er að stofnunin er B-hluta stofnun með sjálfstæðan fjárhag þar sem álagning stendur undir öllum kostnaði og arðgreiðslum. Samkvæmt lögum er ÁTVR rekin sem ein heild og ljóst að samlegðaráhrif af rekstrinum eru mikil. Af uppgjöri ársins má með einföldum hætti sjá að framlegðin af sölu áfengis nægir fyrir öllum rekstrarkostnaði bæði áfengis og tóbaks. Fullyrðingar um að hagnaður af tóbakssölu sé notaður til að niðurgreiða áfengið eiga því ekki við rök að styðjast. Af afkomutölunum hér að ofan má líka sjá að fullyrðingar um að rekstur ÁTVR sé ekki þjóðhagslega hagkvæmur eiga ekki heldur við rök að styðjast.

Áhætta

Hlutverk ÁTVR er vandasamt. Verslunin þarf stöðugt að þræða vandrataða leið milli þjónustu og ábyrgðar. Viðskiptavinir þurfa að sætta sig við að áfengisverslanir eru ekki á hverju horni og opnunartíminn takmarkaður. Því er mikilvægt að skilningur sé á því hvað það er sem gerir ríkisverslun með einkaleyfi frábrugðna venjulegri verslun. 

Rekstur fyrirtækis á borð við ÁTVR er háður vilja stjórnvalda. Sá vilji mótast meðal annars af viðhorfum í samfélaginu á hverjum tíma. Ef almenningur styður ekki við reksturinn er alveg ljóst að honum yrði fljótlega hætt. Viðskiptavinir ÁTVR eru ánægðir með þjónustuna og kannanir sýna að almenningur vill halda í núverandi fyrirkomulag. Eitt af meginverkefnum ÁTVR á næstu árum verður að upplýsa almenning, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila um mikilvægi þess að halda áfram með núverandi sölukerfi á áfengi. 

Sjálfbærni

ÁTVR styður við „Global Compact“ sáttmála Sameinuðu þjóðanna og vinnur með systurfyrirtækjum sínum á Norðurlöndum við að innleiða sjálfbærni og samfélagsábyrgð í starfsemi og stefnumótun fyrirtækjanna. Meðal annars var unnin lífsferilsgreining áfengis og áhrif á umhverfið. Áframhaldandi vinna var við loftlagsmarkmið Festu og Reykjavíkurborgar og sett markmið og birt til ársins 2030. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun tóku gildi í byrjun árs 2016. ÁTVR hefur innleitt þau inn í ferla fyrirtækisins. Þetta eru víðtækustu markmið sem ríki heims hafa komið sér saman um og stefnt er að því að tryggja velmegun og mannréttindi um allan heim fyrir árið 2030.

Áskoranir í rekstri

Frumvarp um að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum er enn og aftur til umfjöllunar. Frumvarpið hefur verið rætt ítarlega í fjölmiðlum og búið að gera ágætlega grein fyrir flestum sjónarmiðum. Nú verður að komast að niðurstöðu og ljúka málinu. Helsta áskorunin í rekstrinum er að hlúa að starfsfólki sem býr við álag og óvissu um framtíðina og viðhalda starfsánægju meðan málið er óafgreitt. 

Þakkir til starfsfólks

Ég vil að lokum þakka starfsfólki ágætt samstarf á árinu þar sem allir hafa lagt sig fram um að uppfylla stefnu fyrirtækisins um að veita framúrskarandi þjónustu og vera fyrirmynd í samfélagsábyrgð.

Ívar J. Arndal

Heildarstefna

Leiðarljós

Að framfylgja stefnu stjórnvalda um bætta lýðheilsu og samfélagslega ábyrgð í áfengis- og tóbaksmálum í sátt við samfélagið

Áherslur

Ábyrgir starfshættir

 • Við viljum að sátt ríki í samfélaginu um núverandi fyrirkomulag á smásölu áfengis
 • Við förum vel með verðmæti og notum auðlindir af ábyrgð
 • Við leitum stöðugt nýrra leiða til þess að bæta reksturinn
 • Við gætum jafnræðis við val og dreifingu á vöru
 • Við viljum draga úr áfengisneyslu ungs fólks með því að tryggja að aldursmörk til áfengiskaupa séu virt

Ánægt starfsfólk

 • Við viljum að vinnustaðurinn sé öruggur, heilsueflandi og skemmtilegur þar sem samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð
 • Við viljum að starfsfólk njóti virðingar og gerum því kleift að sinna starfi sínu á sem bestan hátt
 • Við leggjum áherslu á að starfsfólk fái tækifæri til að auka þekkingu sína og hæfni
 • Við líðum ekki mismunun á vinnustaðnum og tryggjum að starfsfólk njóti sömu kjara fyrir sambærileg störf


Ánægðir viðskiptavinir

 • Við setjum viðskiptavininn í öndvegi og tökum mið af væntingum hans
 • Við veitum þjónustu sem byggir á lipurð, fagmennsku og hlutleysi
 • Við leggjum áherslu á fræðslu til viðskiptavina án þess að hvetja til meiri neyslu

Ábyrgt vöruval

 • Við leitumst við að bjóða eingöngu vörur sem framleiddar eru samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum
 • Við viljum að vöruvalið sé áhugavert og byggi á fjölbreytileika og gæðum
 • Við viljum tryggja öryggi og gæði vara
 • Við viljum vernda ungt fólk með því að hindra framboð á óæskilegum vörum

Virðing fyrir umhverfinu

 • Við berum virðingu fyrir umhverfinu og leitum leiða til að lágmarka umhverfisáhrif af starfseminni
 • Við drögum úr úrgangi með markvissum hætti og bjóðum viðskiptavinum upp á vistvænar lausnir

Stefna

Að vera eitt af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar

Framkvæmdaráð

ivar-360x400@2x.jpg

Ívar J. Arndal

Forstjóri

sigrun 360x400@2x.jpg

Sigrún Ósk Sigurðardóttir

Aðstoðarforstjóri

sveinn-360x400@2x.jpg

Sveinn Víkingur Árnason

Framkvæmdastjóri

Skipulag og stjórnun

Skipuritið sýnir starfsemi fyrirtækisins á myndrænan hátt. Meginsviðin eru tvö, vörudreifing og heildsala tóbaks og sölu- og þjónustusvið. Stoðsviðin eru fjögur: fjárhagssvið, mannauðssvið, rekstrarsvið og vörusvið.

skipurit uppfært

Forstjóri og framkvæmdastjórar mynda framkvæmdaráð sem fundar að jafnaði vikulega. Mánaðarlega fundar yfirstjórn með mannauðsstjóra, aðalbókara og aðstoðarframkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs til að fara yfir stöðu verkefna. Til að tryggja gott upplýsingaflæði um rekstur og stöðu verkefna eru reglulega haldnir fundir með stjórnendum, starfsfólki í höfuðstöðvum og dreifingarmiðstöð og verslunarstjórum stærri Vínbúða. Árlega eru haldnir fundir í hverjum landshluta fyrir sig með verslunarstjórum. Auk þess halda verslunarstjórar stærri Vínbúða reglulega fundi með sínu starfsfólki. 

Þverfaglegir verkefna- og umbótahópar eru hluti af skipulaginu. Hóparnir vinna að fyrirfram skilgreindu verkefni og hafa ákveðinn skipunartíma. Á árinu störfuðu tíu verkefnahópar og einn umbótahópur með þátttöku 27 starfsmanna frá mismunandi starfsstöðvum. Tveir vinnuhópar fjölluðu um afmörkuð viðfangsefni, endurskoðun á innri vef og gerð starfsþróunaráætlunar. Í tengslum við vinnu þessara hópa voru haldnir rýnifundir með þátttöku tæplega 50 starfsmanna þar sem markmiðið var að fá fram hugmyndir og koma með tillögur til úrbóta.

Ársskýrsla í samræmi við GRI

Þessi ársskýrsla gildir fyrir almanaksárið 2016 og nær yfir alla starfsemi ÁTVR sem er eingöngu á Íslandi.

Global compact.png
Global reporting.png
Samfelags_FESTA.png

Ársskýrslan er eingöngu á rafrænu formi, en hægt er að prenta út einstaka hluta hennar eða skýrsluna í heild.

Ársskýrslan nær yfir alla starfsemi ÁTVR sem er eingöngu á Íslandi og gildir fyrir almanaksárið 2016.  Ísland er skilgreint sem nærsamfélag og eru allir stjórnendur íslenskir og búsettir á landinu.  

Við gerð skýrslunnar er fylgt Global Reporting Initiative (GRI), G4, þar sem markmiðið er að skrá og miðla með gagnsæjum hætti upplýsingum sem tengdar eru samfélagslegri ábyrgð. Gerð er grein fyrir 39 mælikvörðum í 6 flokkum. Hægt er að nálgast heildaryfirlit og mælikvarða í GRI hluta skýrslunnar (hér) en jafnframt er gerð grein fyrir mælikvörðum í textum þar sem það á við. 

ÁTVR er aðili að UN Global Compact og er ársskýrslunni skilað sem árlegri framvinduskýrslu (e. Communication on Progress) til samtakanna.

Hagsmunaaðilar

Stefna ÁTVR er að vera í hópi fremstu þjónustufyrirtækja
landsins og þekkt fyrir samfélagslega ábyrgð.

Við mat á samfélagslegri ábyrgð er mikilvægt að skilgreina hlutverk hagsmunaaðila en þeir skiptast í fimm eftirfarandi flokka: Viðskiptavinir, mannauður, samfélagið, eigandinn og birgjar. 

Fjallað er um áherslur gagnvart hverjum og einum hagsmunaaðila en allar miða þær að því að fylgja þeim áherslum sem koma fram í heildarstefnunni.

Markmið og árangur

Sett eru mælanleg markmið fyrir flesta þætti í rekstri og niðurstöður kynntar mánaðarlega í skorkortum fyrir hverja einingu s.s. Vínbúðir, skrifstofu og dreifingarmiðstöð. Öll skorkort eru aðgengileg starfsfólki á sérstöku vefsvæði, auk upplýsinga um sölu og mest seldu tegundirnar í hverjum mánuði. Á sambærilegu svæði eru einnig upplýsingar og samantektir sem ætlaðar eru stjórnendum til að auðvelda ákvarðanir og yfirsýn sem snúa að birgðastjórnun. Markmið og aðgerðir eru unnar eftir áætlun til þriggja ára í senn, nú er unnið með tímabilið 2015-2017. Út frá þeirri áætlun eru unnar ársáætlanir sem byggja á heildarstefnunni og lykilmarkmiðum.

Sjálfbærnistjórnun

Markmið og mælikvarðar

Í töflunni má sjá helstu markmið og mælikvarða flokkað eftir hagsmunaaðilum með tilvísun í GRI mælikvarða og þar sem það á við Global Compact og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru 17 og í þeim felst framkvæmdaáætlun í þágu mannskynsins, jarðarinnar og hagsældar til ársins 2030. Einnig er í töflunni tilvísun í siðareglur alþjóðasamtakana BSCI, en ÁTVR er aðili að þeim þar sem markmiðið er að tryggja að söluvörur fyrirtækja séu framleiddar samkvæmt alþjóðlegum samþykktum og siðareglum. 

sjalfbaernitafla


vidskiptavinir.svg

Viðskiptavinir

Markmið Vínbúðarinnar er að vera eitt af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins og því er lagt kapp á að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu með fjölbreyttu og góðu vöruvali auk þess sem rík áhersla er lögð á þjónustulund og jákvætt viðmót starfsfólks. Við gætum hlutleysis en leggjum áherslu á að fræða viðskiptavini án þess að hvetja til meiri neyslu. 

Eitt fremsta þjónustufyrirtæki landsins

Vínbúðin var með hæstu einkunn í flokki fyrirtækja á smásölumarkaði í Íslensku ánægjuvoginni og þriðju hæstu einkunn allra fyrirtækja, fékk 71,8 stig af 100 mögulegum. Alls voru birtar niðurstöður um 19 fyrirtæki í 6 atvinnugreinum en Samtök iðnaðarins og Stjórnvísi standa sameiginlega að könnuninni. Ánægjuvogin er mikilvægur mælikvarði til að kanna hvort fyrirtækið nái því markmiði að vera eitt af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins.

milljónir króna
runnu í Pokasjóð
kaupa plastpoka
þúsund bréfpokar
gefnir viðskiptavinum

Gæðaeftirlit vöru

Áður en vara er samþykkt í sölu er gengið úr skugga um að hún uppfylli öll formskilyrði laga og reglna þar með talið reglur um merkingu matvæla. Ef ekki er gerð athugasemd fara allar vörur í skynmat til að tryggja öryggi og gæði vörunnar. Skynmatið er vottað og sér BSI á Íslandi ehf. um að taka út ferlið. Með vottun skuldbindur ÁTVR sig til að tryggja að til staðar sé stöðugt umbótaferli sem felur í sér að gripið er til aðgerða ef úrbóta er þörf.

Í lok september var tekinn í notkun alkóhólmælir. Með honum er á fljótlegan hátt hægt að mæla vínandamagn, eðlisþyngd og fleiri þætti með mikilli nákvæmni. Mælirinn er notaður við reglubundið eftirlit með söluvöru og við eftirlit með sýnishornum sem berast vegna umsókna um sölu á áfengi. Í viku hverri eru að jafnaði mæld um 50 sýnishorn. Tilgangurinn er fyrst og fremst að tryggja að vínandi í áfengi sé í samræmi við merkingar. Niðurstöður mælinga hingað til eru jákvæðar að því leyti að langflestar vörur bera réttar alkóhólmerkingar. Frávik eru flest minni háttar, en þó hefur vörum verið hafnað vegna þess að raunverulegu alkóhólinnihaldi og merkingum bar ekki saman.

Á árinu 2016 voru 722 nýjar vörur teknar í reynslusölu. 

islenska anaegjuvogin

Vínbúðin var með hæstu einkunn í flokki fyrirtækja á smásölumarkaði í Íslensku ánægjuvoginni og þriðju hæstu einkunn allra fyrirtækja.

Ánægja með þjónustu vínbúðanna
2016 2015 2014
Stærri Vínbúðir 4,39 4,29 4,26
Minni Vínbúðir 4,54 4,46 4,39

Mæling Maskínu á ánægju.
Kvarðinn er 1-5 þar sem 1 er lægst og 5 hæst.

Árlegar þjónustukannanir mæla ánægju viðskiptavina í hverri Vínbúð fyrir sig. Viðskiptavinir gefa einkunn um þjónustu, vöruval, viðmót og þekkingu starfsfólks. Til viðbótar er árlega gerð könnun þar sem spurt er um almenna þætti auk þjónustunnar s.s. vöruval, opnunartíma og staðsetningu Vínbúða svo eitthvað sé nefnt. Niðurstöðurnar eru rýndar og nýttar til umbóta. Í heildina eru viðskiptavinir ánægðir með þjónustuna og hefur einkunnin hækkað á milli ára en almennt er meiri ánægja með þjónustu minni Vínbúða sem allar eru á landsbyggðinni.

Fjöldi viðskiptavina

Flokkað eftir stærstu dögum ársins ásamt samanburði við hefðbundinn föstudag

þúsund
viðskiptavinir

Á árinu komu rúmlega 4,7 milljónir viðskiptavina í Vínbúðirnar. Flestir koma í lok vikunnar en að jafnaði koma um 28 þús. viðskiptavinir á hefðbundnum föstudegi. Á stærstu dögum ársins fengu þó um og yfir 40 þúsund viðskiptavinir þjónustu í Vínbúðunum.

vinbudin.is

Stöðugt er unnið að endurbótum á vefnum vinbudin.is til að þjóna viðskiptavinum sem best. Vefurinn er vel sóttur og voru heimsóknir 1.171 þús. á árinu. 

Þeim fjölgar stöðugt sem heimsækja vefinn í gegnum síma og spjaldtölvur og voru slík tæki notuð í 57% heimsókna en 43% í gegnum tölvu.

Fjöldi heimsókna á vinbudin.is

vinbudin.is
þúsund heimsóknir

Veislureiknivél er meðal nýjunga á vefnum en viðskiptavinir geta notað hana til viðmiðunar við að áætla það magn sem þarf fyrir mismunandi viðburði. Vínráðgjafar Vínbúðanna hafa sett fram tillögur að samsetningu og magni fyrir nokkra algenga viðburði, en taka þarf fram fjölda gesta og tímalengd viðburðarins.

Netspjall var innleitt á árinu og hafa viðskiptavinir tekið því vel, en yfir 2.000 einstaklingar nýttu sér spjallið frá maí til desember. 95% þeirra sem hafa nýtt sér spjallið eru ánægðir með það og gefa því góða einkunn. 

Til að auðvelda viðskiptavinum að finna vöru sem þeir leita að er birgðastaða Vínbúða aðgengileg nokkurn veginn á rauntíma. Í vefbúðinni geta viðskiptavinir nálgast nánast allt vöruúrvalið á einum stað og fengið sent án endurgjalds í Vínbúð að eigin vali. Einnig er hægt að sækja samdægurs í vöruafgreiðslu okkar á Stuðlahálsi.

Fræðsla

Í mars kom út síðasta tölublað Vínblaðsins en það hefur verið gefið út fjórum sinnum á ári frá 2003. Viðskiptavinir sækja í auknum mæli upplýsingar og efni á vinbudin.is og því var ákveðið að hætta útgáfunni. Einnig voru umhverfissjónarmið höfð í huga, en Vínbúðin er stolt af því að vera leiðandi fyrirtæki í umhverfismálum. Vöruskrá var stór hluti af efni Vínblaðsins og til að koma til móts við viðskiptavini sem vilja nálgast vöruskrána var gerð sú breyting á vinbudin.is að hægt er að prenta vörulistann í takt við leitarskilyrði s.s. vöruval ákveðinnar Vínbúðar, vöruskrána í heild eða eftir einstökum flokkum. 

Þemadagar eru kærkomin viðbót til að fræða viðskiptavini. Í maí og júní var rósavín og matur í aðalhlutverki. Í júlí og ágúst voru Lífrænir dagar þriðja árið í röð til að fylgja eftir stefnu um að auka úrval lífrænna og sanngjarnt framleiddra vína. Í tengslum við þemadaga hefur verið gefið út efni með uppskriftum og eru allar uppskriftir sem birtar hafa verið á vegum Vínbúðanna aðgengilegar á vinbudin.is.

Vínbúðir ársins

Vínbúð ársins í flokki stærri Vínbúða 2017

Reykjanesbaer2016

Vínbúðin Reykjanesbæ

Vínbúðir ársins í flokki minni Vínbúða 2017

Öllum Vínbúðum eru sett mælanleg markmið, meðal annars um afköst, þjónustustig, skilríkjaeftirlit, rýrnun og gæðaeftirlit. Mánaðarlega eru niðurstöður mælinga kynntar og hafa allar Vínbúðir aðgang að niðurstöðunni bæði fyrir sína búð og fyrir aðrar Vínbúðir. Vínbúðunum er skipt í flokka þ.e. í stærri og minni eftir fjölda tegunda í vöruvali. Í flokki stærri Vínbúða eru alls 16 Vínbúðir, en 34 í flokki minni Vínbúða.

Árlega er starfsfólki þeirra Vínbúða sem ná bestum árangri veitt viðurkenning. Að þessu sinni voru Vínbúðir ársins, Vínbúðin í Reykjanesbæ í flokki stærri Vínbúða fimmta árið í röð og Vínbúðirnar á Fáskrúðsfirði, Flúðum, Kópaskeri, Ólafsvík og Seyðisfirði í flokki minni Vínbúða. Auk þess fékk Vínbúðin í Skútuvogi viðurkenningu fyrir að vera hástökkvari ársins í mælingu á viðmóti starfsfólks. 

Ábyrgt vöruval

Norrænt samstarf á sviði samfélagslegrar ábyrgðar

Viðskiptavinir og í raun samfélagið allt gera í auknum mæli kröfur til fyrirtækja um að þau tryggi að vörur sem þau selja séu framleiddar með siðrænum hætti. Í lögum um ÁTVR (86/2011) er kveðið á um að fyrirtækið skuli leitast við að haga innkaupum í samræmi við alþjóðasáttmála. 

Allt frá árinu 2009 hafa norrænu áfengiseinkasölurnar, Alko í Finnlandi, Systembolaget í Svíþjóð, Vinmonopolet í Noregi, Rúsdrekkasøla Landsins í Færeyjum og ÁTVR verið í samstarfi sem snýr að siðferðilegum grundvallarreglum í aðfangakeðjunni. Sameiginlegt markmið er að tryggja að söluvörur fyrirtækjanna séu framleiddar samkvæmt alþjóðlegum samþykktum og siðareglum. Allar einkasölurnar hafa gerst meðlimir í alþjóðasamtökunum FTA (Foreign Trade Association) og BSCI (Business Social Compliance Initiative), auk þess er ÁTVR aðili að heimssáttmála Sameinuðu þjóðanna (UN Global Compact). Sameiginlegu norrænu siðareglurnar eru byggðar á siðareglum BSCI og hafa þær verið kynntar fyrir áfengisbirgjum í hverju landi fyrir sig. Til viðbótar hafa helstu vínframleiðslulönd verið heimsótt og framleiðendum, samtökum framleiðenda, fulltrúum stjórnvalda og öðrum hagsmunaaðilum verið kynnt samstarfið og siðareglurnar. Lögð er áhersla á að reglunum er ætlað að vera grunnur til að leiðrétta hegðun ef úrbóta er þörf en ekki útiloka vörur nema önnur úrræði hafi verið fullreynd. Árlega standa Alko, Systembolaget og Vinmonopolet fyrir fjölda úttekta á vegum BSCI eða sambærilegra úttektaraðila þar sem framleiðendur eru metnir á grundvelli siðareglnanna og gerð áætlun til úrbóta ef ástæða er til. Niðurstöðurnar eru birtar í gagnagrunni BSCI fyrir meðlimi samtakanna.

Vöruval

Vöruval Vínbúðanna byggir á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi (nr. 1106/2015). Vöruvalið ræðst að mestu af eftirspurn viðskiptavina. Kjarni er megin söluflokkurinn og myndar grunn að vöruvali hverrar Vínbúðar. Vöruval í kjarna er endurmetið þrisvar sinnum á ári. Reynsluflokkur er ætlaður nýjum vörum. Ef reynsluvara nær tilteknum viðmiðum í sölu færist hún í kjarna og er um leið fáanleg í fleiri Vínbúðum. Nú eru fjórar Vínbúðir sem selja reynsluflokk, Heiðrún, Álfrún í Hafnarfirði, Vínbúðin í Kringlunni og Vínbúðin í Skútuvogi. 

tegundir í vöruvali
Á árinu 2016 voru
nýjar vörur teknar inn í reynslusölu
viðskiptavina ánægðir
með vöruvalið

Sérflokki er ætlað að mæta óskum viðskiptavina og styðja við stefnu fyrirtækisins um að bjóða vöruval sem byggir á fjölbreytni og gæðum og um leið að tryggja skilgreint lágmarks vöruval í hverjum vínbúðarflokki. 

Vínbúðunum er skipt í flokka eftir vöruvali. Þær búðir sem hafa minnsta vöruvalið eru í flokki K1, K2 eru með meira úrval og svo koll af kolli. K1, K2 og K3 Vínbúðir eru allar á landsbyggðinni en K6 Vínbúðir eru á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri, Selfossi og í Reykjanesbæ. K8 og K9 Vínbúðir eru stærstu Vínbúðirnar, allar staðsettar á höfuðborgarsvæðinu.

Þegar litið er á markaðshlutdeild Vínbúðanna í heildarsölunni þá hafa K1, K2 og K3 Vínbúðir um 20% markaðshlutdeild en ef litið er á fjöldann í hlutfalli við heildarfjölda Vínbúða þá er hlutfallið 68%.

Hlutdeild vínbúðaflokka í heildarsölunni


Vínbúðir flokkaðar eftir stærð


Í þjónustukönnun sem gerð var á seinni hluta ársins voru viðskiptavinir spurðir um ánægju með vöruval í Vínbúðinni þar sem þeir versla. Niðurstaðan var að tæplega 70% viðskiptavina eru mjög eða frekar ánægðir með vöruvalið á meðan um 11% eru frekar eða mjög óánægðir, aðrir eru hlutlausir. Niðurstöðurnar verða rýndar með það fyrir augum að koma enn betur til móts við þarfir viðskiptavina en um leið þarf að taka tillit til stærðar og staðsetningar Vínbúðanna og þeirra reglna sem í gildi eru.


mannaudur.svg

Mannauður

Áhersla er lögð á að vinnustaðurinn sé öruggur, heilsueflandi og skemmtilegur þar sem samskipti einkennast af gildunum lipurð, þekking og ábyrgð. Mikilvægt er að starfsfólk fái tækifæri til að auka þekkingu sína og færni og njóti virðingar sem gerir því kleift að sinna starfi sínu á sem bestan hátt.

Lipurd388x388@2x.png
Thekking388x388@2x.png
Abyrgd388x388@2x.png

Í gildi eru siðareglur en tilgangur þeirra er að bæta starfsanda og ímynd fyrirtækisins. Reglurnar skerpa einnig á ábyrgð starfsfólks varðandi meðferð upplýsinga og undirstrika mikilvægi þess að láta alla sem hagsmuna eiga að gæta njóta sanngirni og jafnræðis.

Starfsánægja

Árlega framkvæmir Gallup viðamikla vinnustaðagreiningu til að fá fram skoðanir og upplifun starfsfólks á fjölmörgum þáttum sem snúa að starfsánægju. Niðurstöðurnar eru markvisst nýttar til umbóta. Helgun starfsfólks er einn mikilvægasti mælikvarðinn en helgun er mæld með þrettán spurningum, svokölluðum kjarnaspurningum. Spurningarnar byggja á áralöngum rannsóknum Gallup og snúa að upplifun starfsfólks á vinnustaðnum m.a. hvort það fái stuðning og hvatningu, sé gert kleift að ná árangri, hvort það sé metið að verðleikum og fái hrós og endurgjöf. Meðaltal kjarnaspurninganna fór úr 4,27 í 4,32 á milli ára og er það hæsta einkunn sem Vínbúðirnar hafa fengið á þeim níu árum sem könnunin hefur verið framkvæmd með sambærilegum hætti. 

Niðurstöðurnar eru kynntar starfsfólki á öllum stærri starfsstöðvum. Á kynningunum er farið yfir niðurstöðurnar og samanburð við aðrar starfsstöðvar og fyrirtækið í heild, auk samanburðar við önnur fyrirtæki í gagnabanka Gallup. Samhliða vinnustaðagreiningu er framkvæmt yfirmannamat og fá allir sem hafa fimm eða fleiri undirmenn mat og sérstaka kynningu. Til viðbótar gefst starfsfólki kostur á að meta gæði innri þjónustu megin- og stoðsviða.

ÁTVR er þátttakandi í könnun SFR um Stofnun ársins. Einkunn ársins hækkaði á milli ára í nær öllum þáttum og varð ÁTVR í fjórða sæti af stórum stofnunum og þar með ein af Fyrirmyndastofnunum ársins. Heildareinkunnin hækkaði úr 4,15 í 4,27 sem er hæsta einkunn sem ÁTVR hefur fengið í könnuninni. Til samanburðar var meðaltal heildareinkunna stærri stofnana 3,82.

Vinnustaðagreining framkvæmd af Gallup: Helgun starfsfólks (starfsánægja)

KVARÐINN 1-5

ÁTVR er þátttakandi í könnun SFR um Stofnun ársins. Einkunn ársins hækkaði á milli ára í nær öllum þáttum og varð ÁTVR í fjórða sæti af stórum stofnunum og þar með ein af Fyrirmyndastofnunum ársins.

Heilsueflandi vinnustaður

Í samræmi við stefnu er starfsfólk hvatt með margvíslegum hætti til heilsueflingar. Boðið er upp á líkamsræktarstyrki og samgöngusamninga fyrir þá sem ferðast til og frá vinnu með vistvænum hætti, að jafnaði þrisvar sinnum í viku eða oftar. Samningstímabilin eru tvö, sumar og vetur. 163 starfsmenn voru með samning yfir sumartímann, en heldur færri nýta sér vetrarsamning, eða 106 starfsmenn. Árlega er gerð könnun á meðal starfsfólks þar sem spurt er út í ýmsa þætti tengda samgöngusamningum og ferðamáta. Á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að því að bæta aðstöðu starfsfólks til að stuðla að vistvænum samgöngum. Ánægjulegt er að sjá að í könnuninni telja 77% að aðstaða á vinnustað styðji við vistvænan ferðamáta, eingöngu 5% telja svo ekki vera.

Á árinu var skilgreind viðburðadagskrá undir yfirskriftinni Góð heilsa allt árið. Fjölmargir fyrirlestrar og viðburðir voru á dagskrá, þar sem bæði var hugað að líkamlegri og andlegri heilsu. Starfsfólk var hvatt til þátttöku í Lífshlaupinu og Hjólað í vinnuna, sem eru skemmtilegar keppnir sem hvetja fólk til hreyfingar. Í Lífshlaupinu varð Vínbúðin í fyrsta sæti í sínum flokki í fjölda daga og í öðru sæti í fjölda mínútna. Í mars var starfsfólki boðið upp á heilsufarsmælingu en þar eru mældir þættir eins og kólesteról, blóðsykur, blóðþrýstingur, fituprósenta og BMI-stuðull. Á minni starfsstöðvum er starfsfólki boðið upp á að leita til næstu heilsugæslustöðvar til að fá sambærilega mælingu. 


jafnlaunamerki nytt.pngKjarasamningar og jafnlaunaúttekt

Starfsfólk fær greidd laun í samræmi við kjarasamninga fyrir utan forstjóra, sem heyrir undir Kjararáð. Fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkisins gerir kjarasamning við viðkomandi stéttarfélög, auk þess sem ÁTVR hefur gert stofnanasamning um nánari útfærslur kjarasamnings við annars vegar SFR og hins vegar einstök félög háskólamenntaðra starfsmanna. 

ÁTVR hlaut í annað sinn Gullmerki í jafnlaunaúttekt PwC. Jafnlaunaúttektin hefur það markmið að greina kynbundinn launamun innan fyrirtækisins og meta hvort fyrirtækið greiði báðum kynjum sömu laun fyrir sambærileg störf. Í úttektinni var engin athugasemd gerð. Niðurstaðan er staðfesting á þeirri stefnu sem lengi hefur verið fylgt, að konum og körlum eru greidd jöfn laun. Í lok ársins hófst vinna við innleiðingu á jafnlaunastaðli og er stefnt að vottun á fyrri hluta næsta árs.

Upplýsingagjöf

Til að starfsfólk geti sinnt starfi sínu sem best og veitt góða þjónustu er mikil áhersla lögð á að veita starfsfólki góðar upplýsingar um allt sem snýr að rekstri. Reglulegir starfsmannafundir eru haldnir m.a. á öllum stærri starfsstöðvum, auk þess sem birtar eru upplýsingar, fréttir og fróðleikur á innri vef, Ásgarði. Fréttabréf starfsfólks, Flöskuskeytið, var gefið út 5 sinnum á árinu. Blaðið er sent heim til starfsfólks en það er m.a. gert til að gefa fjölskyldunni innsýn í starfsemina og félagslífið. Enda eru myndir úr félagslífinu og frá viðburðum fyrirtækisins líklega vinsælasta efnið þótt í blaðinu sé að finna fjölbreytt efni, bæði fréttir og fróðleik.

Slysaskráning og fjarvistir vegna veikinda

Sjö vinnuslys voru skráð á árinu, einu fleira en árið á undan. Á innri vef var settur teljari sem segir frá slysalausum dögum. Markmiðið er að efla árvekni starfsfólks og hvetja það til að koma með ábendingar um hættur. Langtímamarkmiðið er að sjálfsögðu slysalaus vinnustaður.

Fjarvistir vegna veikinda og veikinda barna sem hlutfall af unnum vinnustundum, voru 2,5% og hafa lítillega aukist á milli ára, voru 2,3% árið 2015. Í heildina eru fjarvistir kvenna 2,3% og karla 2,7%. Skæð inflúensa herjaði á landsmenn í upphafi árs og mátti glöggt sjá það á fjarvistum starfsfólks sem voru meiri fyrri hluta ársins.

mannaudur2016
Fastráðið
starfsfólk 236

í desember 2016

storfudu transparent
542 störfuðu

hjá ÁTVR í desember 2016

Starfsmannafjöldi og ársverk

Í árslok störfuðu samtals 236 fastráðnir starfsmenn, 129 konur og 107 karlar hjá fyrirtækinu. Í desember voru starfsmenn alls 542, bæði fastráðnir og tímavinnufólk, þar af voru 326 konur og 216 karlar. Tímavinnufólk er starfsfólk sem vinnur á álagstímum, seinni hluta vikunnar, í sumarafleysingum og um jól. Af þeim sem voru í vinnu í desember voru 31% í fullu starfi, 13% í hlutastarfi og 56% í tímavinnu.

Starfsmannavelta hjá fyrirtækinu í heild var 22% Mesta starfsmannaveltan er hjá starfsfólki í tímavinnu, eða 27% en minnst hjá starfsfólki í fullu starfi, 13%. Í viðauka í lið GA-LA1 má sjá sundurliðun starfsmannaveltu eftir ráðningarformi, aldri og kyni.

Heildarfjöldi starfsmanna sem fengu greidd laun á árinu var 722. Umreiknað í ársverk voru þau 312 í samanburði við 287 árið áður. Í heildina hefur ársverkum því fjölgað um 8,7% á milli ára. Skýringin er m.a. ný Vínbúð sem opnuð var í Spönginni í desember 2015 og meiri umsvif sem fylgja mikilli söluaukningu á árinu.

fengu greidd laun
árið 2016
ársverk voru unnin
árið 2016

Námskeið og starfsþróun

Að veita framúrskarandi þjónustu krefst þekkingar. Mikil áhersla er lögð á að starfsfólk hugi að þekkingu sinni og er mest öll fræðsla innan vébanda Vínskóla Vínbúðanna. Alls starfa hjá fyrirtækinu 17 vínráðgjafar á mismunandi starfsstöðvum sem allir hafa lokið alþjóðlegu prófi (WSET). Í þjónustukönnun voru viðskiptavinir spurðir um afstöðu til þekkingar starfsfólks og var niðurstaðan mjög ánægjuleg, 81% telja starfsfólk Vínbúðanna búa yfir mjög og frekar mikilli þekkingu en eingöngu 2% telja þekkinguna mjög eða frekar litla.

Samanlagt voru námskeiðsstundir tæplega 5.000 sem samsvarar rúmum tveimur dögum á hvert stöðugildi. Ekki eru í þessum tölum tímar yfir fyrirlestra og þátttöku starfsfólks í símenntun hjá Stjórnvísi, Dokkunni, hjá upplýsingatæknifyrirtækjum og háskólasamfélaginu.

Samanlagt voru námskeiðsstundir tæplega 5.000 sem samsvarar rúmum tveimur dögum á hvert stöðugildi.


samfelagid.svg

Samfélagsleg ábyrgð

Við viljum að sátt ríki í samfélaginu um núverandi fyrirkomulag á smásölu áfengis og því leitum við stöðugt nýrra leiða til að bæta reksturinn. Við gætum jafnræðis við val og dreifingu á vörum og förum vel með verðmæti og notum auðlindir af ábyrgð.

innleiding-mobile

Fyrirkomulag einkasölu áfengis á Íslandi

Í þjóðfélaginu hefur mikið verið rætt um framtíðarfyrirkomulag áfengissölu á Íslandi. Kynnt hefur verið á Alþingi frumvarp þar sem lagt er til að leggja ÁTVR niður í núverandi mynd og leyfa sölu áfengis í almennum verslunum s.s. matvöruverslunum. Í könnun sem Gallup framkvæmdi voru landsmenn spurðir um ánægju um fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi. Niðurstaðan er að vaxandi fylgi er við núverandi fyrirkomulag og eru 66% ánægðir, 20% hlutlausir og 14% óánægðir.

Vaxandi fylgi er við núverandi fyrirkomulag og eru 66% ánægðir, 20% hlutlausir og 14% óánægðir.

Skilríkjaeftirlit og skilaboð til ungra viðskiptavina

Á undanförnum árum hefur mikil áhersla verið lögð á að tryggja að viðskiptavinir hafi náð 20 ára aldri. Hulduheimsóknir sem framkvæmdar eru af utanaðkomandi aðilum í öllum stærri Vínbúðum þ.e. á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi, í Reykjanesbæ og á Akureyri. Heimsóknunum er ætlað að efla þjálfun starfsfólks í þeim tilgangi að tryggja réttan aldur viðskiptavina. Að meðaltali eru þrjár heimsóknir í mánuði í hverja Vínbúð þar sem kannað er hvort ungt fólk á aldrinum 20–25 ára er spurt um skilríki þegar það verslar.

Hulduheimsóknir


Til að leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð sem felst í aldurseftirliti viðskiptavina hafa verið birtar ýmsar auglýsingar. Skilaboðum er beint til ungra viðskiptavina þar sem þeir eru hvattir til að hafa skilríki meðferðis og sýna þau að fyrra bragði. Auglýsingarnar eru í léttum dúr þótt undirtónninn sé alvarlegur.

Styrkir

Um árabil hefur ÁTVR styrkt og starfað með aðilum sem sinna ýmsum mannúðar- og forvarnarmálum. Megináherslan er þó lögð á að styrkja þá sem starfa að rannsóknum og forvörnum á sviði áfengis og vímuefna.

Umhverfismál

ÁTVR er eitt af 104 fyrirtækjum sem taka þátt í samstarfsverkefni Festu og Reykjavíkurborgar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif. ÁTVR hefur þess vegna sett sér loftslagsmarkmið til ársins 2030.

Í meginatriðum eru markmiðin að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka myndun úrgangs, innleiða sjálfbærni í ferla fyrirtækisins, mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu fyrrnefndra þátta. Umhverfisstjórnun byggir m.a. á mælingum þar sem notast er við grænt skorkort og svokallaðan GRI stuðul (Global Reporting Initiative) við skrásetningu margvíslegra aðgerða í þágu samfélagsins.

Hjólavottaður vinnustaður

Hjólavottun vinnustaða er nýjung á Íslandi. Vottunin er tæki til að innleiða bætta hjólreiðamenningu og þar með draga úr umhverfisáhrifum. Vinnustaðir geta fengið viðurkenningu í þremur flokkum, þ.e. gull, silfur og brons, eftir því hve hjólreiðavænir þeir eru. Vínbúðin fékk gullvottun og var um leið fyrsti vinnustaðurinn á Íslandi til að fá slíka vottun. Samgöngusamningar og bætt aðstaða starfsfólks og viðskiptavina eru meðal aðgerða sem eru til þess fallnar að stuðla að bættri hjólreiðamenningu.

Græn skref

graen skref

ÁTVR er með grænt bókhald og er þátttakandi í Grænum skrefum í ríkisrekstri sem er leið fyrir opinbera aðila til að vinna markvisst að umhverfismálum eftir skýrum gátlistum og fá viðurkenningu frá Umhverfisstofnun eftir hvert skref. Margar Vínbúðir bættust í hóp þeirra starfsstöðva sem hafa innleitt Græn skef og þeim fjölgar hratt sem hafa innleitt öll fimm skrefin. Stefnt er að innleiðingu Grænna skrefa í allar Vínbúðir á árinu 2017.

Endurvinnsla

Unnið var að fjölmörgum verkefnum á sviði umhverfismála og með samstilltu átaki tókst að ná 92% endurvinnsluhlutfalli. Pappi og plast eru fyrirferðarmiklir flokkar og stöðugt er unnið að því að minnka magn af blönduðum úrgangi sem ekki fer til endurvinnslu. Þar sem því verður við komið er viðskiptavinum gert kleift að nálgast pappakassa til að endurnýta.

Mikilvægt skref á sviði endurvinnslu var stigið með því að ÁTVR og Oddi prentun og umbúðir ehf. tóku höndum saman í verkefni sem lýtur að endurvinnslu á notuðu plasti sem fellur til í starfsemi ÁTVR. Áður var plastið sent utan til frekari endurvinnslu. Einkum er um að ræða svokallaða strekkifilmu sem sett er utan um vörubretti í flutningi. Á árinu voru 18,4 tonn af plasti endurunnin hjá Odda. Oddi notar hráefnið til framleiðslu á burðarpokum og sorppokum. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minna myndun úrgangs. Verkefnið er liður í að minnka umhverfisfótspor, en bæði fyrirtækin hafa skrifað undir yfirlýsingu um loftslagsmál.

tonn af plasti endurunnin hjá Odda
skil á gleri
skil á plasti

Plastpokar og fjölnota pokar

Fjöldi viðskiptavina jókst um tæplega 7% á árinu, þeir voru alls 4,7 milljónir. ÁTVR hefur með markvissum hætti hvatt viðskiptavini til að draga úr notkun plastpoka með því að bjóða fjölbreytt úrval af fjölnota pokum á hagstæðu verði. Sala á plastpokum jókst hins vegar á milli ára um tæp 3% og voru seldir tæplega 1,7 milljónir pokar. Hlutfall þeirra sem kaupa poka hefur hins vegar lækkað á milli ára og er nú um 36%.

2015 2016 % breyting
Seldir lítrar 19.602.936 20.886.356 6,5%
Fjöldi viðskiptavina 4.427.176 4.730.677 6,9%
Seldir plastpokar 1.638.722 1.686.635 2,9%
Bréfpokar gefnir viðskiptavinum 1.725.000 1.847.000 7,1%
Margnota burðarpokar 35.360 32.625 -7,7%
Seldir maíspokar 110.158 61.392 -44,3%
Seldir bréfpokar 1.996 1.540 -22,8%
Hlutfall plastpokar og sala 37,0% 35,7% -3,7%
fjolnotapokar2016

Bein losun
CO2-ígildi (GHL)
tonn
Endurvinnslu-
hlutfall
Kolefnisjöfnun
tonn

Matjurtagarður

Til að stuðla að sjálfbærni var gerð tilraun í byrjun sumars og komið upp litlum matjurtagarði á lóðinni á Stuðlahálsi. Í garðinum voru ræktaðar ýmsar tegundir t.d. rabbarbari, rifsber, kryddjurtir, kartöflur, grænkál og jarðarber. Uppskeran var síðan nýtt í mötuneyti starfsfólks. Tilraunin tókst vel og stefnt er að aukinni ræktun næsta sumar.


eigandinn.svg

Eigandinn

Við viljum að sátt ríki í samfélaginu um núverandi fyrirkomulag á smásölu áfengis. Starfsemin miðast við að hún sé sem hagkvæmust og afli tekna sem nægi til að greiða rekstrarkostnað og skila hæfilegum arði til ríkissjóðs. 

Rekstur

Stór hluti tekna er með einum eða öðrum hætti hluti af tekjum ríkissjóðs þ.e. í formi áfengis- og tóbaksgjalda, virðisaukaskatts og arðs. Í ár nam þessi upphæð um 23.348 milljónum króna, en var 23.566 milljónir kr. árið 2015. 

Alls nam arður ÁTVR til ríkissjóðs 1.000 m.kr. 

Rekstrartekjur
milljónir kr.
Hagnaður
milljónir króna
Arður til ríkissjóðs
milljónir króna

Hagnaður og sölutölur

Hagnaður ÁTVR var 1.629 m.kr. í samanburði við 1.221 m.kr. árið 2015. Rekstrartekjur ársins voru 33.058 m.kr. Rekstrargjöld námu 31.438 m.kr. Þar af var vörunotkun 28.037 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 1.842 m.kr. eða 5,6miðað við 4,8% á fyrra ári. Arðsemi eiginfjár á árinu var 38,8%.

HLUTUR RÍKISSJÓÐS AF BRÚTTÓSÖLU ÁTVR

*Áfengisgjald reiknað út eftir seldu magni

1. janúar var gerð sú breyting að virðisaukaskattur á áfengi varð 11% í stað 24%. Á sama tíma var áfengisgjald á bjór hækkað um 20,2%, á léttvíni um 21,7% og á sterku áfengi um 21%. Stefnt var að því að breytingin hefði sem minnst áhrif á söluverð áfengis. Að jafnaði hafði þessi breyting ekki mikil áhrif á verð en 1. janúar var verði breytt á 1.400 vörum af þeim rúmlega 2.000 vörunúmerum sem fáanleg voru í Vínbúðunum á þessum tíma. Meðalverðbreytingin var tæplega 1% til lækkunar. Alls lækkuðu 800 vörur en um 600 hækkuðu, í mörgum tilfellum var breytingin óveruleg. 

Sala áfengis

Tekjur af sölu áfengis voru 23.646 m.kr. án vsk. og hækkuðu um 19,6% á milli ára. Alls voru seldir 20,9 milljónir lítra af áfengi. Sala ársins var 6,4% meiri í lítrum í samanburði við fyrra ár. Sala á sterku áfengi (>22% alk.) jókst um 5,6% en sala á léttvíni (<=22% alk.) jókst um 2,8% og á bjór um 7,3%. 

Sala tóbaks

Tekjur af sölu tóbaks drógust saman um 2% á milli áranna 2015 og 2016 og voru 9.335 m.kr. án vsk. Sala á vindlingum (sígarettum) dróst saman í magni á milli ára um 6,1%, sama má segja um sölu á vindlum en þar var samdrátturinn 7,5% og sala reyktóbaks dróst saman um 7,7%. Hins vegar jókst sala á neftóbaki um 10,7%.

Neftóbak
aukning
Sala vindlinga
samdráttur

Breyting á sölu áfengis eftir flokkum
2015-2016


Breyting á sölu tóbaks 2015-2016
 


Framkvæmdir

Í árslok 2016 rak ÁTVR 50 Vínbúðir auk vefbúðar, þar af eru 13 á höfuðborgarsvæðinu. Engin ný Vínbúð var opnuð á árinu. 

Vínbúðin á Akranesi opnaði í byrjun árs eftir gagngerar endurbætur. Lagfæringar og breytingar voru gerðar á öllu húsnæðinu auk þess sem allar innréttingar og kassaborð voru endurnýjuð enda Vínbúðin komin til ára sinna. Vínbúðin á Sauðárkróki var einnig endurnýjuð. Talsverðar breytingar voru einnig gerðar á lóðinni umhverfis Vínbúðina, inngangurinn var fluttur m.a. til að gera aðgengi viðskiptavina betra. Stefnt er að því að klæða húsið að utan á næsta ári. Vínbúðinni í Stykkishólmi var breytt, hún máluð og skipt um innréttingar.

Skipt var um kassaborð í fjórum Vínbúðum á Akureyri, Eiðistorgi, í Kringlunni og á Dalvegi. Nýju kassaborðin eru hönnuð með þarfir starfsfólks í huga, en hægt er að hækka þau og lækka auk þess sem lýsingin er stillt eftir þörfum hvers og eins. Í desember var Vínbúðin í Smáralind flutt um set innan Smáralindar. Vínbúðin er björt og skemmtileg og stór kælir er í búðinni. Auk þessara framkvæmda var víða hugað að viðhaldi og minniháttar endurbótum á Vínbúðum. Í dreifingarmistöð var hluti af rekkakerfi endurnýjað til að auka öryggi og til að bæta skipulag í vöruhúsinu.

Dreifing

ÁTVR dreifir vörum með eigin bifreiðum á höfuðborgarsvæðinu, til Akraness, Borgarness, Reykjanesbæjar, Grindavíkur og á Suðurland allt til Hvolsvallar. Aðrir flutningar er boðnir út. Með markvissri vörustjórnun er leitað leiða til að koma vörum til Vínbúða með sem skilvirkustum hætti um leið og hugað er að því að lágmarka umhverfisáhrif flutninganna. 

Vínbúðir um
allt land
Vínbúðir á
höfuðborgarsvæðinu


birgjar.svg

Birgjar

Við gætum jafnræðis við val og dreifingu á vöru. Lögð er áhersla á góð samskipti við birgja en þau fara meðal annars fram á sérstöku vefsvæði sem veitir aðgang að upplýsingum sem þá varða.

Stefna og framkvæmd ÁTVR gagnvart birgjum

Skilyrði fyrir því að hægt sé að sækja um vörur í reynslusölu í Vínbúðirnar er að viðkomandi hafi leyfi til innflutnings á áfengi. Áður en viðskipti geta hafist þarf birgir að undirrita stofnsamning um vörukaup áfengis. Samningurinn er heildarsamningur og tekur til allra vörukaupa ÁTVR frá birgi og veitir aðgang að sérstöku vefsvæði (birgjavef). Samningnum er ætlað að einfalda skjalagerð og samskipti aðila, jafnframt því sem hann kveður heildstætt á um réttarstöðu aðila á grundvelli reglugerðar um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi (Nr. 1106/2015).

nýjar vörur teknar í reynslusölu
Sala bjórs
innlendur bjór
birgja ánægðir með ÁTVR

Birgjavefur, fundir og viðhorfskannanir

Á birgjavef eru margvíslegar upplýsingar ætlaðar birgjum. Vefurinn var endurnýjaður á árinu þar sem markmiðið var að gera hann aðgengilegri og auðveldari í notkun. Meðal breytinga eru að vefurinn er nú skalanlegur og hægt að nýta hann með auðveldum hætti í öllum helstu tækjum. Ferli umsókna var einfaldað, leitin var stórbætt og sett upp viðburðadagatal til að halda utan um allar helstu dagsetningar. Einn stór þáttur til að auka öryggi við innskráningu og auðvelda utanumhald um aðgang er að nú verður að skrá sig inn á vefinn með rafrænum skilríkjum í síma eða Íslykli. Auk almennra frétta geta birgjar haft yfirsýn yfir stöðu umsókna, nálgast söluskýrslur og framlegðarskrá. Við endurskoðun á vefnum var m.a. leitað til nokkurra birgja og gerð könnun til að tryggja að breytingarnar kæmu að sem mestu gagni.

Þjónustuvefur birgja var endurnýjaður á árinu og er hann nú öruggari og aðgengilegri.

Til að auka upplýsingagjöf eru að jafnaði haldnir tveir fundir á ári þar sem öllum birgjum er boðin þátttaka. Á fundunum er farið yfir ýmsa þætti í rekstri og framkvæmd reglna sem snúa að samskiptum ÁTVR og birgja.

Árlega eru gerðar tvær viðhorfskannanir á meðal birgja. Tilgangurinn er að fá fram skoðanir þeirra á ýmsum þáttum s.s. þjónustu, framkvæmd vöruvalsreglna og upplýsingagjöf. Við úrvinnslu er birgjum skipt í tvo flokka eftir veltu. Stórir birgjar eru þeir sem hafa yfir 200 m. kr. viðskipti á ársgrundvelli við ÁTVR en minni þeir sem eru með viðskipti undir þeirri upphæð. Almennt eru stærri birgjar ánægðari en þeir minni. Niðurstöðurnar eru nýttar til að leita leiða til úrbóta á þeim þáttum sem betur mega fara og viðhalda því sem vel er gert.

Ánægja birgja með ÁTVR í heildina er svipuð á milli ára, lækkar lítillega, það sama má segja um hversu birgjar eru ánægðir með fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi. Á heildina litið eru birgjar nokkuð ánægðir með þjónustu og upplýsingagjöf. Þær áskoranir sem ÁTVR stendur jafnan frammi fyrir í samskiptum við birgja er að tryggja hlutleysi við ákvarðanir og á það jafnt við um val, dreifingu og framstillingu vöru. 

Fjöldi frávika í vörumóttöku

Flest frávik eru vegna ósöluhæfrar vöru, vöntunar eða umframmagns í afhendingu og vegna strikamerkja.

Önnur innkaup

vistvaenÁrlega eru sett markmið um grænt bókhald fyrir fjölmarga þætti og fylgst með niðurstöðunni mánaðarlega. ÁTVR er þátttakandi í verkefninu Vistvæn innkaup (VINN) og skilar inn tölum um grænt bókhald. Verkefnið er samstarfsvettvangur opinberra aðila en meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og stuðla þar með að grænum ríkisrekstri. Markvisst er unnið að því að auka hlut á vistvænum vörum og í mötuneyti hefur aukin áhersla verið á innkaup á lífrænt vottuðum vörum.


Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins

Stuðlaháls 2    vinbudin@vinbudin.is     vinbudin.is